Stimpluðu sig út fyrir salernisferðir

K Svava Einarsdóttir fékk að reyna skuggahliðar ferðaiðnaðarins á eigin …
K Svava Einarsdóttir fékk að reyna skuggahliðar ferðaiðnaðarins á eigin skinni í Bergen hjá fyrirtæki sem nú sér fram á lokun starfsstöðva sinna í Noregi verði það ekki við kröfum vinnueftirlitsins í þrettán liðum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hóf störf hjá þeim í janú­ar 2019, þá var ég til­tölu­lega ný­flutt til Nor­egs,“ seg­ir K Svava Ein­ars­dótt­ir, hér eft­ir Svava, í sam­tali við mbl.is um nöt­ur­lega reynslu af starfi hjá norska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Nordic Gateway í Ber­gen.

Svava er einn sex fyrr­ver­andi starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem höfðað hafa mál á hend­ur því í Nor­egi vegna meintra al­var­legra lög­brota sem snú­ast um fé­lags­leg und­ir­boð, van­gold­in laun, ólaunaða yf­ir­vinnu, ólög­lega ráðning­ar­samn­inga og ólög­legt ra­f­rænt eft­ir­lit á skrif­stofu þar sem starfs­fólkið komst hvorki á sal­erni né kaffi­stofu nema með því að opna hlið með fingrafara­nema sem um leið var stimp­il­klukka. Voru Svava og sam­starfs­fólk henn­ar því stimpluð út og launa­laus í hvert sinn sem þau fóru á sal­ernið.

Stjórn­un­arstaða án stjórn­ar

„Ég hóf störf þarna með margra ára reynslu frá skemmti­ferðaskipa­brans­an­um á Íslandi,“ seg­ir Svava frá en Nordic Gateway þjón­ust­ar skemmti­ferðaskip sem heim­sækja 42 hafn­ir í Nor­egi auk hafna á Íslandi, í Svíþjóð og Póllandi. Eig­andi Nordic Gateway er pólsk­ur en höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Svíþjóð og heita Baltic Gateway, fyr­ir­tækið í Nor­egi er dótt­ur­fyr­ir­tæki þess.

Svava hóf störf í skemmti­ferðaskipa­geir­an­um á Íslandi í fullu starfi árið 2012 og fékk þegar starf hjá norska fyr­ir­tæk­inu þar sem hún starfaði sem áfangastaðastjóri, eða dest­inati­on mana­ger.

Sigling með skemmtiferðaskipi er ævintýri að flestra upplifun en hádegisverðurinn …
Sigl­ing með skemmti­ferðaskipi er æv­in­týri að flestra upp­lif­un en há­deg­is­verður­inn er aldrei ókeyp­is og á bak við ógleym­an­lega upp­lif­un býr í sum­um til­fell­um starfs­fólk sem sveit­ist blóðinu hjá vafa­söm­um fyr­ir­tækj­um. Mynd­in sýn­ir skemmti­ferðaskip í smíðum í Tur­ku í Finn­landi. AFP/​Jon­ath­an Nackstrand

Staða henn­ar var í raun stjórn­un­arstaða en annað sagði þó í ráðning­ar­samn­ingi. „Þar kom skýrt fram að hún réði í raun engu, ekki vinnu­tíma, henni leyfðist ekki að vinna heima en átti þó í raun aldrei frí, viðskipta­vin­ir hringdu á öll­um tím­um sól­ar­hrings og Svava og sam­starfs­menn henn­ar þurftu sí­fellt að svara tölvu­pósti, jafnt heima sem á skrif­stof­unni.

„Við sáum um öll sam­skipti við skip­in, út­gerðirn­ar létu okk­ur vita hve marg­ir farþegar væru bún­ir að bóka sig í ferðir, við töluðum við birgj­ana, bókuðum all­ar rút­ur, heim­sókn­ir á söfn, veit­ingastaði og allt sem tengd­ist ferðunum sem við vor­um að selja,“ seg­ir Svava af starfi sínu í Ber­gen.

Norski yf­ir­maður­inn gafst upp

„Við átt­um að vera í sam­skipt­um við skip­in þegar á þurfti að halda, ég var ít­rekað að fá sím­töl um miðja nótt, snemma á morgn­ana, á frí­dög­um og um helg­ar, við átt­um alltaf að vera til taks, þó feng­um við bara greitt fyr­ir venju­leg­an átta tíma vinnu­dag,“ held­ur hún áfram.

Nordic Gateway var stofnað árið 2015 og höfðu tveir fyrr­ver­andi sam­starfs­manna Svövu, sem nú eru í hópi sex­menn­ing­anna sem hafa stefnt fyr­ir­tæk­inu, starfað þar frá upp­hafi. „All­ir sem unnu hjá fyr­ir­tæk­inu voru út­lend­ing­ar nema yf­ir­maður okk­ar, hann var norsk­ur, og hann hætti fyr­ir jól í fyrra. Hann fékk engu stjórnað í raun og veru og gafst bara upp,“ seg­ir Svava.

Hinn raun­veru­legi stjórn­andi var eig­and­inn í Svíþjóð sem fjar­stýrði starfs­fólk­inu í Nor­egi með harðri hendi að sögn Svövu. „Ef við gerðum eitt­hvað vit­laust var hann fljót­ur að hringja í okk­ur eða senda okk­ur póst um hvað við gerðum vit­laust, það sem við gerðum rétt var hins veg­ar bara starfið okk­ar og ekki minnst á það.“

Heilu miðbæirnir hverfa nánast við hlið lúxusdrekanna sem þræða heimsins …
Heilu miðbæ­irn­ir hverfa nán­ast við hlið lúx­us­drek­anna sem þræða heims­ins höf. Skemmti­ferðaskip við vog­inn í miðbæ Stavan­ger í Nor­egi sum­arið 2010. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Leist ekki á blik­una

Vegna reynslu Svövu af þess­ari gríðar­stóru at­vinnu­grein, flutn­ingi ferðamanna um heim­inn með lúx­us­fleyj­um á stærð við mörg fjöl­býl­is­hús, var hún frá upp­hafi lát­in sjá um Íslands­markað Nordic Gateway.

„Ég var þá í sam­skipt­um við birgja sem ég auðvitað þekkti frá fyrri tíma, var að bóka ferðir til Íslands og ferðir á Íslandi, maður þekk­ir nátt­úru­lega gullna hring­inn og allt þetta helsta,“ seg­ir hún frá en senn leið að starfs­lok­um. Heims­far­ald­ur­inn lagðist á alla ferðaþjón­ustu og allt mann­legt líf á út­mánuðum 2020 og hætti Svava þá störf­um í apríl eft­ir tæp­lega eins og hálfs árs starf. „Þá var ég líka far­in að sjá svo mörg rauð flögg að mér leist ekki á blik­una en þegar far­ald­ur­inn byrjaði stoppaði nátt­úru­lega allt.“

Vinnu­markaður­inn fetaði sig var­færn­is­lega í gang þegar kór­ónu­veir­an linaði tak sitt á heims­byggðinni. Svövu sótt­ist hægt að finna vinnu í Nor­egi og hóf því störf hjá Nordic Gateway á nýj­an leik um ára­mót­in 2021-'22.

„Ég kom þá þarna inn og bað um að þurfa ekki að vinna með Ísland, enda var önn­ur mann­eskja í því. Hún fór hins veg­ar í veik­inda­leyfi strax og þá var ég lát­in sjá um Ísland og Stavan­ger. Ég sá um 130 skip bara í Stavan­ger og var svo með skipið Hamburg á minni könnu sem kom tvisvar til Íslands, annaðist all­ar bók­an­ir í tengsl­um við það,“ rifjar Svava upp.

Vinnu­eft­ir­litið skerst í leik­inn

Álagið á starfs­fólkið hafi fljótt orðið þannig að veik­inda­frí­in hrönnuðust upp og bætt­ist starf ofan á starf ofan á starf eins og Svava orðar það. Þau hafi þá brugðið á það ráð að leita til verka­lýðsfé­lags­ins, Hand­el og kontor, en það hef­ur mik­inn fjölda skrif­stofu- og versl­un­ar­fólks und­ir sín­um vernd­ar­væng.

Heill heimur á floti. Um borð í þessu fleyi skortir …
Heill heim­ur á floti. Um borð í þessu fleyi skort­ir hvorki mat né drykk auk þess sem velja má um fjölda skemmti­staða og spila­víta, nokkr­ar lík­ams­rækt­ar­stöðvar, kvik­mynda­hús, hár­greiðslu­stof­ur og jafn­vel brimbretta­hermi svo fátt eitt sé nefnt. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Væng­hafið reynd­ist hins veg­ar ekki mikið að sögn Svövu. „Maður borgaði því­lík­ar upp­hæðir þangað en þeir komu alls staðar að lokuðum dyr­um, Nordic Gateway hunsaði þá al­gjör­lega og að lok­um sögðu þeir við okk­ur að þeir gætu rosa­lega lítið gert,“ seg­ir Svava.

Loka­úr­ræðið hafi verið að leita til norska vinnu­eft­ir­lits­ins, Arbeidstil­synet, sem fer með mik­il völd og get­ur verið mjög hart í horn að taka þegar vinnu­veit­end­ur ger­ast brot­leg­ir við um­fangs­mikla norska vinnu­lög­gjöf. Enda tóku hjól­in að snú­ast.

„Eft­ir­lits­menn þaðan höfðu varla kynnst öðru eins þegar þeir sáu vinnu­tím­ann hjá okk­ur og að eft­ir­lits­mynda­vél­ar væru inni í okk­ar vinnu­rými á skrif­stof­unni. Svo var það fingrafarask­ann­inn sem var tengd­ur stimp­il­klukk­unni. Við kom­umst ekki út af skrif­stof­unni til að fara fram í eld­hús eða á kló­settið nema með því að nota skann­ann og þá stimpluðum við okk­ur út um leið. Maður átti að vera fulla átta tíma á skrif­stof­unni, ann­ars kom bara tölvu­póst­ur: „Þú skuld­ar okk­ur 1,6 tíma!“,“ seg­ir Svava af vinnu­um­hverfi sínu hjá Nordic Gateway.

Þrett­án liða kröfu­gerð að viðlagðri lok­un

Vinnu­eft­ir­litið hafi hins veg­ar lagt ít­ar­lega skýrslu fyr­ir æðstu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins þar sem öll þeirra lög­brot voru tí­unduð og með þann byr í segl­um sín­um höfðuðu sex­menn­ing­arn­ir mál og fengu dóms­úrsk­urð um fryst­ingu eigna Nordic Gateway sem nam launakröf­um þeirra. Skuld­ar fyr­ir­tækið Svövu upp­hæð sem nem­ur tæp­um sex millj­ón­um ís­lenskra króna en í til­felli þess sem mest á þar inni er upp­hæðin ná­lægt fimmtán millj­ón­um.

Lög­menn starfs­mann­anna fyrr­ver­andi telja skjól­stæðinga sína með sterkt mál í hönd­un­um en Nordic Gateway hef­ur hins veg­ar ný­lega skipt sínu gamla lög­mannateymi út fyr­ir nýja lög­menn sem lík­ast til munu taka til varna fyr­ir fyr­ir­tækið sem kært hef­ur dóms­úrsk­urðinn um fryst­ingu eigna til Lög­manns­rétt­ar Gulaþings í Ber­gen.

Verður kær­an tek­in þar fyr­ir 30. ág­úst og mun Svava verða þar „viðstödd“ með aðstoð fjar­funda­búnaðar en hún er flutt til Íslands þar sem hún er kom­in á kaf í ferðaþjón­ust­una á nýj­an leik.

„Rýrt mun verða fyrir honum smámennið,“ sagði Sigurður svínhöfði um …
„Rýrt mun verða fyr­ir hon­um smá­mennið,“ sagði Sig­urður svín­höfði um Gunn­ar á Hlíðar­enda er lögð voru á ráðin um fyr­ir­sát­ina við Knafa­hóla og má ef til vill greina enduróm þeirra orða með þess­um sæ­för­um. AFP/​Al­fredo Estrella

Hef­ur norska vinnu­eft­ir­litið nú lagt þrett­án kröf­ur um úr­bæt­ur fyr­ir Nordic Gateway sem fyr­ir­tæk­inu ber að bregðast við fyr­ir 8. sept­em­ber ell­egar verður starfs­stöðvum þess í Nor­egi lokað.

Fylgst verður með fram­vindu mála hér á mbl.is en þess má geta að norski fjöl­miðill­inn TV2 hef­ur einnig fjallað um Nordic Gateway í út­tekt­inni Skugga­hlið skemmti­ferðaskip­anna, eða „Crui­set­uris­mens skyg­gesi­de“, þar sem meðal ann­ars er rætt við Qu­ent­in Her­becq, fransk­an fyrr­ver­andi sam­starfs­mann og meðstefn­anda Svövu, sem seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar.

Grein­ir TV2 frá því að sex­menn­ing­arn­ir krefj­ist alls þriggja millj­óna norskra króna, jafn­v­irði 37,2 millj­óna ís­lenskra króna, í van­gold­in laun og or­lof yfir tveggja ára tíma­bil ásamt vöxt­um og lög­fræðikostnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert