Mikinn svartan reyk leggur frá iðnaðarhúsnæði sem brennur við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og yfir íbúðablokkir í nágrenninu. Lögregla hefur beint því til fólks að loka gluggum og halda sig fjarri vettvangi.
Ekki fengust upplýsingar um það hjá slökkviliðinu hvort mögulega stæði til að rýma þær blokkir sem fá hvað mestan reyk yfir sig. En líkt og sjá má á myndum eru þær umluktar reyk.
Eldurinn kviknaði rétt eftir hádegi og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Grunur leikur á því að fólk hafi verið inni húsinu, en það hefur ekki fengist staðfest.