Vita ekki hvort fólk sé enn inni í húsnæðinu

Ekki liggur fyrir hvort fólk hafi verið inni í iðnarhúsnæðinu …
Ekki liggur fyrir hvort fólk hafi verið inni í iðnarhúsnæðinu við Hvalveg 22. mbl.is/Kristján Johannessen

Ekki er vitað hvort fólk sé enn inni í iðnaðarhúsnæðinu sem nú brennur við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Að sögn Guðjóns Ingasonar, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, hefur slökkviliðsmönnum ekki enn tekist að hefja leit innan húsnæðisins. 

„Það er í raun og veru ekki farið að leita ennþá þannig við getum ekki staðfest neitt,“ segir Guðjón í samtali við mbl.is.

Blaðamaður mbl.is ræddi við slökkviliðsmann á staðnum sem gat staðfest að fólk hafi verið inni í húsnæðinu þegar slökkvilið bar að garði, en sagðist ekki vita hversu margir hafi verið í húsinu.

Ljósmynd/Eva Björk

Allt tiltækt slökkvilið kallað til

Guðjón segir eldinn einskorðast við iðnaðarbygginguna og hafi hann því ekki breiðst út til nærliggjandi bygginga. 

Þá hefur ekki enn tekist að ná ráðum á ástandinu, en allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað til ásamt fjórum sjúkrabílum. 

mbl.is/Anton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert