Lögreglan tryggir vettvanginn

Svona var umhorfs við Hvaleyrarbraut 22 í morgun en slökkvistarfi lauk á fimmta tímanum í nótt eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði þar sem margs konar starfsemi fór fram.

Í húsinu voru meðal annars ósamþykktar íbúðir og var fólk í húsinu þegar eldurinn kom upp. Slökkvilið veit hins vegar ekki til annars en að allir hafi komist út.

Húsið er að stórum hluta ónýtt en sum bilin sluppu …
Húsið er að stórum hluta ónýtt en sum bilin sluppu þó betur en önnur og einhver ótrúlega vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsið er að stórum hluta ónýtt en sum bilin sluppu þó betur en önnur og einhver ótrúlega vel.

Lögregla vinnur við að tryggja vettvanginn og síðar í dag er reiknað með að rannsóknardeild lögreglu taki við vettvanginum áður en hann verður afhentur tryggingarfélögum.

Í iðnaðarhúsnæðinu við Hvaleyrarbraut 22 voru fjölmörg iðnaðarbil og margvísleg …
Í iðnaðarhúsnæðinu við Hvaleyrarbraut 22 voru fjölmörg iðnaðarbil og margvísleg starfsemi fór þar fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lögregla vinnur við að tryggja vettvanginn og síðar í dag …
Lögregla vinnur við að tryggja vettvanginn og síðar í dag er reiknað með að rannsóknardeild lögreglu taki við vettvanginum áður en hann verður afhentur tryggingarfélögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka