Ómögulegt fyrir reykkafara að leita í húsinu

Vegna þess hve mikill eldurinn var orðinn þegar slökkvilið bar …
Vegna þess hve mikill eldurinn var orðinn þegar slökkvilið bar að garði var ekki hægt að leita í öllum hlutum húsnæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykkafarar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komust ekki inn í alla hluta húsnæðisins sem brann í Hafnarfirði í gær sökum þess hvað eldurinn var orðinn mikill þegar slökkvilið bar að garði, segir Birg­ir Finns­son slökkviliðsstjóri á höfuðborg­ar­svæðinu.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út rétt eftir hádegi í gær þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Mikinn svartan reyk lagði frá húsnæðinu og yfir íbúðarblokkir í nágrenninu. 

Erfiðilega gekk að ná tökum á eldinum. Þegar klukkan var rétt að ganga átta í gærkvöldi sagði Birgir í samtali við mbl.is að aðgerðir væru enn í fullum gangi, en slökkvistarfi lauk ekki fyrr en á fimmta tímanum í nótt. Birgir sagði síðar um kvöldið við mbl.is að ekki yrði leitað sérstaklega að fólki í brunarústunum og að búið væri að fara vel yfir það að enginn hafi verið inni í eldsvoðanum.

Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fyrir framan …
Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fyrir framan eldsvoðann í Hafnarfirði í gær. mbl.is/Anton Guðjónsson

Vinna þurfti slökkvistarf utan frá

„Við fengum upplýsingar frá fólki sem þar var um aðstæður í húsinu og leituðum í þeim hlutum húsnæðisins,“ segir Birgir  í dag og bætir við að þá hluta húsnæðisins, þar sem bruninn var hvað mestur, hafi þurft að vinna utan frá. 

Hann segir það ekkert með teikningar af húsnæðinu að gera að ekki var farið inn og leitað í húsinu, heldur einfaldlega með brunann sjálfan að gera sem var orðinn mikill þegar slökkvilið bar að garði. 

Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir bjuggu í húsnæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert