Opnar húsið betur fyrir tæknideild

Verktaki er þessa stundina að opna þakið betur inn í …
Verktaki er þessa stundina að opna þakið betur inn í húsið sem brann við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. mbl.is/oap

Verktaki er þessa stundina að opna betur þakið á húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær.

Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, segir að rannsókn sé ekki lokið á vettvangi.

„Við þurfum að skoða þetta aðeins betur á morgun svo það er verið að opna húsið betur.“

Út frá tæki eða rafmagni?

Hann segir það jákvæða sem hefur komið í ljós nú þegar við rannsókn málsins vera að það virðist ekki hafa átt sér stað neitt saknæmt varðandi eldsupptök.

„Frumathugun hefur leitt í ljós að það er ekki grunur um að það hafi verið íkveikja. Nú þarf að finna út nákvæmlega hvort hafi kvinað í út frá einhverju tæki eða rafmagni en það er ekki talið að eldurinn hafi komið upp af mannavöldum.“

Tæknideild lögreglu hefur ekki lokið rannsókn á vettvangi brunans við …
Tæknideild lögreglu hefur ekki lokið rannsókn á vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Húsið er að mestu ónýtt.
Húsið er að mestu ónýtt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert