Opnar húsið betur fyrir tæknideild

Verktaki er þessa stundina að opna þakið betur inn í …
Verktaki er þessa stundina að opna þakið betur inn í húsið sem brann við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. mbl.is/oap

Verktaki er þessa stund­ina að opna bet­ur þakið á hús­inu sem brann við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði í gær.

Helgi Gunn­ars­son, lög­reglu­full­trúi í Hafnar­f­irði, seg­ir að rann­sókn sé ekki lokið á vett­vangi.

„Við þurf­um að skoða þetta aðeins bet­ur á morg­un svo það er verið að opna húsið bet­ur.“

Út frá tæki eða raf­magni?

Hann seg­ir það já­kvæða sem hef­ur komið í ljós nú þegar við rann­sókn máls­ins vera að það virðist ekki hafa átt sér stað neitt sak­næmt varðandi elds­upp­tök.

„Frum­at­hug­un hef­ur leitt í ljós að það er ekki grun­ur um að það hafi verið íkveikja. Nú þarf að finna út ná­kvæm­lega hvort hafi kvinað í út frá ein­hverju tæki eða raf­magni en það er ekki talið að eld­ur­inn hafi komið upp af manna­völd­um.“

Tæknideild lögreglu hefur ekki lokið rannsókn á vettvangi brunans við …
Tækni­deild lög­reglu hef­ur ekki lokið rann­sókn á vett­vangi brun­ans við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Húsið er að mestu ónýtt.
Húsið er að mestu ónýtt. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka