Segir brunavarnir teknar niður til að stækka rými

Ævar Sigmar Hjartarson, formaður húsfélagsins, segir að flóttaleið hafi verið …
Ævar Sigmar Hjartarson, formaður húsfélagsins, segir að flóttaleið hafi verið tekin niður við eitt rýmið til að stækka það. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ævar Sig­mar Hjart­ar­son, formaður hús­fé­lags­ins við Hval­eyr­ar­braut 22, seg­ir einn eig­and­ann hafa fjar­lægt flótta­leið til að stækka eigið rými. 

„Það er altjón hjá mér,“ seg­ir Ævar í sam­tali við mbl.is. Hann hélt þar úti tóm­stundaaðstöðu og geymslu fyr­ir iðnaðarbíl í rými sínu sem nem­ur 169,8 m².

Ævar kveðst hafa vitað til þess að leigu­hús­næði væri haldið úti í hús­inu, en hann þekki þó lítið til leigu­sal­anna.

„Ég hef aldrei hitt það fólk sem hef­ur verið með þetta til leigu,“ seg­ir Ævar og bæt­ir við að tíð eig­anda­skipti eigi sér stað á rýmun­um og eig­end­urn­ir lítið sótt hús­fundi.

Eins og að henda björg­un­ar­vest­um fyr­ir borð

Hús­inu hef­ur verið komið í þokka­legt ástand og margt lag­fært á síðustu árum að sögn Ævars og spurður hvort bruna­varn­ir hafi verið full­nægj­andi að hans mati kveðst hann telja svo vera að und­an­skild­um ein­um stað.

„Þar var búið að taka flótta­leið niður til að stækka rýmið hjá ein­um aðila,“ seg­ir Ævar, en hann seg­ir bruna­vegg og út­gang hafa verið fjar­lægða til að byggja viðbót en þrjú bil hafi haft aðgang að bruna­út­gang­in­um, þar á meðal hans eigið.

„Þetta er bara eins og ef björg­un­ar­vest­um í skipi væri hent fyr­ir borð,“ seg­ir Ævar.

Að hans sögn var einnig komið upp milli­lofti í rým­inu sem var stækkað og ofan á því loft­pressu en frá henni hafi leitt röra­lagn­ir upp að ris­inu, þar sem eld­ur­inn var áber­andi mest­ur. 

Lengi verið vanda­mál

Hann seg­ir það með öllu óboðlegt fyr­ir fólk að búa í hús­næðinu. Það hafi lengi verið vanda­mál að leigu­hús­næði sé haldið þar úti þrátt fyr­ir að húsið sé at­vinnu- og skrif­stofu­hús­næði. 

„Þetta eru ekki íbúðir, þetta er iðnaðar­hús­næði þar sem eru skrif­stof­ur sem er búið að setja sófa og rúm.“

Hann seg­ir kvart­an­ir ít­rekað hafa verið send­ar til bygg­ing­ar­full­trúa og heil­brigðis­eft­ir­litið. Hann hafi síðast kvartað árið 2016 og hafi þá verið brugðist við með að vísa fólki út úr hús­næðinu, sem höfðu bú­setu þar.

Hann seg­ir út­tekt hafa verið gerða á bruna­vörn­um árið 2016 þegar fólki var vísað úr hús­næðinu en því hafi ekki verið fylgt eft­ir síðan þá.

Ekki ör­uggt til bú­setu

Hann seg­ir eld­varn­ir hafa verið bætt­ar í kjöl­farið af mörg­um aðilum en að húsið sé ein­fald­lega ekki til þess gert að fólk dvelji þar. 

„Þetta er iðnaðar­hús­næði, við erum með gas, við erum með ol­í­ur, logsuðutæki og slíp­irokka og annað. Hætt­an er svo mik­il að ein­hver far­ist bara ef upp kem­ur eld­ur,“ seg­ir Ævar. 

Hann seg­ir slökkviliðið hafa staðið sig vel og eigi þökk skilið fyr­ir slökkvistörf­in en það komi hon­um spánskt fyr­ir sjón­ir að slökkviliðsstjóri segi að skrá þurfi fólk í slík hús­næði til að tryggja ör­yggi.

Að mati Ævars sé ómögu­legt að tryggja ör­yggi fólks í slíku at­vinnu­hús­næði sem séu með eng­um hætti hæf til bú­setu. Hann eigi því erfitt með að skilja að sum­ir vilji að rýmka regl­ur um skrán­ingu íbúa í iðnaðar­hús­næði. 

„Það er ekki hægt að bjóða upp á það að fólk sé í svona hús­næði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka