Slökkvistarfi lauk í nótt

Eldurinn kviknaði á hádegi í gær í húsi við Hvaleyrarbraut …
Eldurinn kviknaði á hádegi í gær í húsi við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. mbl.is/Anton Guðjónsson

Slökkvi­starfi lauk við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði um klukk­an 4:30 í nótt að sögn Þor­steins Gunn­ars­son­ar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að veru­lega hafi dregið úr um­fangi á vett­vangi um klukk­an eitt í nótt og voru átta slökkviliðsmenn að störf­um til klukk­an 4:30 til að ganga úr skugga um að allt væri í góðu lagi. 

„Mjög stór hluti húss­ins er ónýt­ur, ein­hverj­ir hlut­ar skárri en aðrir,“ seg­ir Þor­steinn spurður hvort að húsið sé gjör­ónýtt. 

„Þetta endaði með því að við þurft­um að rífa stór­an hluta af þak­inu þannig að skemmd­irn­ar urðu mikl­ar.“

Ekki vitað um neinn í hús­inu

Er orðið al­veg ljóst að eng­inn var inni í hús­inu?

„Já, enn sem komið er alla­vega vit­um við ekki um neinn þarna.“

Þor­steinn seg­ir að er dagvakt­in tek­ur við verða hugs­an­lega nokkr­ir send­ir á vett­vang til þess að yf­ir­fara svæðið. 

„Hvort að það sé eitt­hvað sem hafi tekið sig aft­ur upp frá því áðan,“ seg­ir hann og bæt­ir við að lög­regl­an hafi nú vett­vang­inn í sinni um­sjá.

Hef­ur slökkviliðið ein­hverj­ar hug­mynd­ir um elds­upp­tök?

„Nei, bara ekki hug­mynd.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka