Standa eftir heimilislaus í kjölfar eldsvoðans

Þrír starfsmenn Hrafnistu í Hafnarfirði voru íbúar í húsinu við …
Þrír starfsmenn Hrafnistu í Hafnarfirði voru íbúar í húsinu við Hvaleyrarbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír starfs­menn Hrafn­istu í Hafnar­f­irði voru meðal þeirra sem bjuggu í hús­næðinu við Hval­eyr­ar­braut þar sem upp kom eld­ur í gær.

Jakobína Árna­dótt­ir, mannauðsstjóri á Hrafn­istu, seg­ir Hrafn­istu standa með starfs­fólk­inu, sem standi eft­ir alls­laust, og aðstoða það við að leita að nýju heim­ili.

Ekki á veg­um Hrafn­istu

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún Hrafn­istu ekki hafa út­vegað starfs­fólk­inu hús­næðið við Hval­eyr­ar­braut, en að hún og aðrir starfs­menn hafi frétt af eld­in­um strax í gær. Starfs­fólkið hafi tapað öll­um sín­um eig­um og sé því í tals­verðu áfalli, þó þau beri sig vel. 

„Við erum búin að út­vega þeim gist­ingu alla vega næstu næt­ur og svo ætl­um við að reyna að hjálp­ast að við að finna eitt­hvað til fram­búðar.“ 

Jakobína biðlar til fólks að hafa sam­band við verk­efna­stjóra á mannauðssviði Hrafn­istu á net­fang­inu sigrun.bjorg@hrafn­ista.is, viti það af þriggja her­bergja íbúð í Hafnar­f­irði, Garðabæ eða Kópa­vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka