Fór í sundur vegna vegaframkvæmda

Töluvert vatn flæddi í skurðinn við Kringlumýrabraut við Landspítalann í …
Töluvert vatn flæddi í skurðinn við Kringlumýrabraut við Landspítalann í Fossvogi mbl.is/Kristinn Magnússon

Töluvert vatn flæddi í skurð við Kringlumýrarbraut í Fossvogi er vatnslögn fór í sundur í morgun.

Kristinn Andri Þrastarson, sérfræðingur hjá Veitum, segir í samtali við mbl.is að ekki sé búist við vatnstjóni vegna atviksins.

Starfsmenn Veitna.
Starfsmenn Veitna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Náð fullum þrýstingi

Kaldavatnslaust varð í Fossvogi og nágrenni um klukkan hálftíu í morgun eftir að lögnin fór í sundur.

Búið er að staðsetja bilunina og að sögn Kristins hefur kalda vatnið náð fullum þrýstingi á svæðinu. Bensínstöð N1 er þó enn kaldavatnslaus en um er að ræða dreifilögn til hennar.

Kristinn segir að ljóst sé að lögnin hafi farið í sundur vegna vegaframkvæmda.

„Við eigum ekki von á skemmdum. Þetta er ekki nálægt húsum og þess háttar,“ segir hann en er ekki viss hvort vatn flæddi yfir veginn.

Lögnin fór í sundur vegna vegaframkvæmda að sögn Kristins.
Lögnin fór í sundur vegna vegaframkvæmda að sögn Kristins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert