Frekari uppbygging áformuð við lónið

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir frekari gögnum og skýringum vegna tillögu …
Umhverfisstofnun hefur óskað eftir frekari gögnum og skýringum vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Bláa lónsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir frekari gögnum og skýringum vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Bláa lónsins. Nánar tiltekið breytingu á deiliskipulagi heilsu- og ferðaþjónustu við Bláa lónið.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti hinn 27. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingunni. Á vef bæjarins segir að í aðalskipulagi 2018-2032 sé gert ráð fyrir reit fyrir verslun og þjónustustofnanir á landsvæðinu sem deiliskipulagið nær til. Það taki því mið af gildandi skipulagi.

Lóðir sameinaðar

Breytingarnar eru fjórþættar.

Í fyrsta lagi að sameina lóðirnar Norðurljósaveg 9 og 11 í eina lóð, Norðurljósaveg 9. Samanlagt byggingarmagn á lóðunum tveimur er óbreytt frá gildandi skipulagi, eða 19.700 fermetrar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Kort/mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert