Áhyggjuefni og algerlega óviðunandi

Afbrotafræðingur segir þær hótanir sem lögreglumenn verða fyrir í sívaxandi …
Afbrotafræðingur segir þær hótanir sem lögreglumenn verða fyrir í sívaxandi mæli áhyggjuefni fyrir samfélagið allt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ, segist skilja áhyggjur lögreglumanna en nýlega var kveikt í bifreið lögreglukonu fyrir utan heimili hennar og formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn finna fyrir vaxandi ofbeldi og hótunum.

„Lögreglumenn eru opinberir embættismenn sem eru að sinna sínum starfsskyldum og það er algerlega óviðunandi að þeir þurfi að búa við slíkt umhverfi og þola hótanir og fleira,“ segir Helgi.

Nauðsynlegt að læra af og bregðast við

Hann segir að þó það hafi tíðkast í gegnum tíðina að menn slengi fram hótunum í garð lögreglumanna hafi oft ekki reynst mikið á bak við það en núna segist lögreglumenn finna fyrir því í sívaxandi mæli og að jafnvel færist í aukana að menn standi við þessar hótanir.

„Það er áhyggjuefni, að sjálfsögðu mest fyrir þá lögreglumenn sem eru á vettvangi en þetta er líka áhyggjuefni fyrir okkur sem samfélag, því þeir eru okkar fulltrúar sem gæta almannaöryggis. Við viljum að sjálfsögðu að þeir séu öruggir í sínu starfi og þetta viljum við því ekki sjá og þurfum að draga sem mest úr.“

Helgi segir um árásina á bíl lögreglukonunnar að lögreglumenn upplifi líka slíkt sem árás á þá sjálfa því hver og einn þeirra gæti verið í sömu sporum líkt og þekkt er á öðrum Norðurlöndum. Þar sé ráðist á lögreglumenn og jafnvel þeirra einkalíf. Nauðsynlegt sé að læra af atvikum sem þessum og bregðast við.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert