Ekki vitað hvort leigusalar verða ákærðir

Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði, segir eldsupptök í húsinu á Hvaleyrarbraut 22 enn óljós. Hann segir enn eiga eftir að ræða við marga og vinna úr þeim gögnum sem þegar hefur verið aflað. 

Í samtali við mbl.is segir Helgi rannsókn á vettvangi lokið og að vettvangur hafi verið afhentur viðeigandi tryggingafélögum. 

Um 23 eigendur á fasteignaskrá

13 manns voru búsett í húsinu, en húsið er óheimilt til búsetu og er skráð sem atvinnuhúsnæði. Hann segir lögreglu vita hvaða eigendur hússins hafi leigt út húsnæði til búsetu, en eigendur þess eru 23 talsins skv. fasteignaskrá.

Spurður hvort til standi að rannsaka útleigu húsnæðisins sem brot á lögum segir hann lögreglu skoða alla vinkla málsins. Eins og standi einbeiti þeir sér þó að því að rannsaka upptök eldsins. Hvort draga þurfi aðila fyrir dómsstóla verði síðar á borði ákærusviðs lögreglu þegar allar upplýsingar liggi fyrir.

Vilja tala við íbúa

Formaður húsfélagsins sagði einn íbúa hússins hafa tekið niður brunavarnarveggi til að stækka eigið rými. Aðspurður segir Helgi ekki liggja fyrir hvert ástand brunavarna var í húsinu.

„Þess vegna þurfum við auðvitað að tala við alla sem bjuggu þarna,“ segir Helgi.

Brunavarnir í húsinu verða einnig rannsakaðar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem mun skila skýrslu til lögreglu varðandi málið, að sögn Helga. 

Lögregla skoðar alla vinkla málsins, en einbeitir sér enn að …
Lögregla skoðar alla vinkla málsins, en einbeitir sér enn að því að rannsaka upptök eldsins. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert