Áherslan þvert á vilja almennings

mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök iðnaðarins áætla að leiguíbúðum sem byggðar eru með opinberum stuðningi muni fjölga um 85% til ársins 2032 en leiguíbúðum á vegum einkaaðila aðeins um 13%.

Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri greiningu samtakanna en með því mun opinberum leiguíbúðum fjölga úr 9.500 í 17.600 (sjá graf).

Vísað er til rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032. Í þeim samningi segir að sveitarfélög áætli að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á þessum tíu árum til að mæta fólksfjölgun en jafnframt sé uppsöfnuð þörf fyrir um 4.500 íbúðir.

Samkvæmt aðgerðaáætlun samningsins skulu 5% nýrra íbúða vera félagslegt húsnæðisúrræði og 30% nýrra íbúða skulu vera á viðráðanlegu verði. Þ.e. vera hagkvæmar íbúðir.

Samtök iðnaðarins gera athugasemdir við þessar áherslur og telja of litla áherslu lagða á uppbyggingu séreignarhúsnæðis í samningnum. Máli sínu til stuðnings benda samtökin á kannanir sem vitni um að meirihluti aðspurðra vilji færa sig úr leiguhúsnæði yfir í séreignarhúsnæði.

Þannig bendi könnun sem Prósent hafi gert á undanförnum árum til að aðeins 10% aðspurðra sem eru á leigumarkaði vilji vera þar áfram. Ríflega 72% segist vera þar af illri nauðsyn en hlutfallið hafi farið hækkandi síðustu ár og verið 57% árið 2019.

Fjallað er nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert