Blíðviðri í öllum landshlutum á morgun

Góð veðurspá er um allt land á morgun.
Góð veðurspá er um allt land á morgun.

„Það er svo ofboðslega hlýtt loft yfir landinu sem kemur langt sunnan af og myndaði hitabólu yfir Grænlandi fyrst og svo er hún hægt og bítandi að koma til okkar,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti vefsvæði Bliku. 

Hann segir að dagurinn í dag og á morgun verði afbragðsgóður nær hvert sem litið er á landinu. „Það hefði verið ánægjulegt að sjá svona aðstæður í kringum sumarsólstöður eða í byrjun júlí til að sjá hvað hitinn hefði farið upp í. Þetta er með hlýjasta lofti sem við fáum hérna,“ segir Einar. 

Afar góð veðurspá er á morgun en Einar segir að það muni gusa aðeins á fólk seinni partinn á laugardag en áframhaldandi blíðvirðri verður í næstu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert