Næturstrætó hefur aftur akstur til Mosfellsbæjar

mbl.is/Valli

Um næstu helgi, helgina 25.–27. ágúst, mun næturstrætó hefja akstur til Mosfellsbæjar á leið 106.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. 

„Mosfellsbær gerði samning við Strætó um þessa þjónustu fyrir íbúa Mosfellsbæjar og greiðir allan kostnað við aksturinn innan sveitarfélagsins. Fargjald í næturstrætó er tvöfalt almennt fargjald en handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín.

Leið 106 hefur hingað til endað akstur sinn í Grafarvogi á næturnar en mun nú halda inn í Mosfellsbæ og enda leið sína þar. Brottfarartímar breytast því og fer vagninn nú af stað frá Lækjartorgi B kl. 1:30, 2:35 og 3:40,“ segir enn fremur í tilkynningunni. 

Nánar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert