Sendu hingað Hercules-vél með örsmá lækningatæki

i Hercules-vél eins og sú sem kom hingað með hraði …
i Hercules-vél eins og sú sem kom hingað með hraði síðla árs 1971. Ljósmynd/Wikipedia/Tim Felce

„Í Bandaríkjunum gengur alltaf sú saga að þetta hljóti að hafa verið rosalegt stórmenni sem þarna var komið til bjargar á Íslandi, annaðhvort forseti eða forsætisráðherra, enda liðu ekki nema nokkrir klukkutímar frá því að beiðnin barst þar til klemmurnar voru komnar til Íslands. Maður veit ekki hvað gerðist bak við tjöldin en þetta lítur út eins og smá „pr-stönt“ af hálfu bandarískra stjórnvalda,“ segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Hálf öld er nú liðin frá því að bandaríski flugherinn sendi Hercules-herflutningavél með æðaklemmur hingað til lands til að hægt væri að bjarga lífi ungs sjómanns sem fékk heilablæðingu. Aðeins liðu tólf tímar frá því beiðni Bjarna Hannessonar taugaskurðlæknis barst héðan þar til sendingin barst.

„Þetta flug Hercules-vélarinnar frá Bandaríkjunum til Íslands til að bjarga lífi sjómanns að vestan vakti mikla athygli á sínum tíma og studdi við hugmyndina um mikilvægt verndarhlutverk Bandaríkjahers á þeim tíma,“ segir Þóroddur en sagan af flutningi klemmanna til Íslands árið 1971 er rakin í nýjasta hefti tímaritsins Journal of Neurosurgery. Þóroddur er sonur Bjarna og er meðal höfunda greinarinnar í tímaritinu.

ítarlega frásögn af þessu máli má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert