„Dálítið langsótt“ af Ásgeiri að vísa ábyrgð annað

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir það ekki vera hlut­verk rík­is­fjár­mál­anna að halda aft­ur af verðbólg­unni, held­ur sé það hlut­verk Seðlabank­ans. Hann seg­ir orðið lang­sótt hjá Seðlabank­an­um að vísa ábyrgð á hárri verðbólgu á aðra en sjálf­an bank­ann sem hafi verk­fær­in til að vinna bug á verðbólg­unni. Bjarni seg­ir jafn­framt að ríkið hafi ekki komið í veg fyr­ir að Seðlabank­inn nái ár­angri við að ná verðbólg­unni niður.

Bjarni kynnti í dag áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aukið aðhald í rík­is­fjár­mál­un­um, en meðal ann­ars er horft til 17 millj­arða hagræðing­ar í formi lægri launa­kostnaðar rík­is­ins, sparnaðar í öðrum kostnaði rík­is­stofn­ana og aðhalds ráðuneyta og verk­efna á þeirra hönd­um.

Sakn­ar þess að Seðlabank­inn hafi trú á eig­in verk­fær­um

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri hef­ur ít­rekað í tengsl­um við hækk­un stýri­vaxta síðustu fjór­tán skipti minnt á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar við að auka aðhald til að hjálpa til við að ná niður verðbólg­unni. Eft­ir fund­inn í dag ræddi Bjarni við mbl.is og þótti hon­um greini­lega nóg um þess­ar áminn­ing­ar seðlabanka­stjóra.

„Það er hlut­verk Seðlabank­ans að halda aft­ur af verðbólg­unni og hann hef­ur til þess tæki og tól og er að beita þeim. Ég hef stund­um saknað þess að Seðlabank­inn láti sjálf­ur í það skína að hann hafi trú á því að þau verk­færi dugi. Mér finnst satt best að segja orðið dá­lítið lang­sótt að vísa ábyrgðinni á verðbólgu­horf­um á aðra en þann sem ber ábyrgð á því að halda aft­ur af verðbólg­unni,“ sagði Bjarni.

„Það er hlut­verk Seðlabank­ans“

Sagði hann rík­is­sjóð hafa gert sitt til að draga úr um­svif­um und­an­farið. „Það er al­veg skýrt að rík­is­fjár­mál­in með þeim mikla af­komu­bata hafa fylli­lega staðið með pen­inga­stefnu­nefnd­inni að draga úr um­svif­um. Af­komu­bat­inn er hrein­lega til vitn­is um það. Það er gríðarlega mik­ill af­komu­bati árið 2022 – meiri en við gerðum ráð fyr­ir sjálf – og það hef­ur haldið áfram á þessu ári. Það er ekki hlut­verk rík­is­fjár­mál­anna að vinna bug á verðbólg­unni. Það er hlut­verk Seðlabank­ans. Og rík­is­fjár­mál­in eru ekki að þvæl­ast fyr­ir Seðlabank­an­um í því hlut­verki.“

Spurður um aðgerðirn­ar sem hann kynnti í dag og hvort þær myndu hjálpa til við að ná verðbólg­unni niður seg­ist Bjarni telja það. „Þess­ar aðgerðir, já, ég held að þær geti hjálpað til. Það er al­veg ör­ugg­lega að fara í rétta átt frek­ar en hitt, það er ekki spurn­ing, en ég er aðallega að horfa til þess að við þurf­um að ná end­um sam­an að nýju, end­ur­heimta fyrri styrk og gæta að skulda­hlut­föll­un­um og eiga fyr­ir út­gjöld­un­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka