Ekið var á ungan dreng á vespu við KFC í Reykjanesbæ um hádegisbil í dag, að sögn Eyþórs Rúnars Þórarinssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.
Það fór þó betur en á horfðist því drengurinn slapp án teljandi meiðsla, segir Eyþór.
Drengurinn var þó fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar.
Útkallið barst Brunavörnum Suðurnesja um hádegisbil í dag og voru tveir bílar sendir á vettvang.