Hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkar enn

Tónlistarkonan Bríet átti eina mest streymdu plötuna á spotify árið …
Tónlistarkonan Bríet átti eina mest streymdu plötuna á spotify árið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarsala á tónlist nam rétt tæpum 1,3 milljörðum króna hér á landi á síðasta ári. Að nafnvirði er þetta mesta sala hljóðritaðrar tónlistar á Íslandi á einu ári en að raunvirði var árið 2022 söluhæsta árið síðan 2007.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í markaðsskýrslu Félags hljómplötuframleiðenda fyrir árið 2022 sem kom út fyrir skemmstu.

95% heildartekna stafrænnar tónlistar til Spotify

Mikill meirihluti tónlistar er seldur í gegnum streymi í dag og ber Spotify þar höfuð og herðar yfir aðrar veitur með allt að 95% af heildartekjum vegna stafrænnar tónlistar árið 2022.

„Grundvallarbreyting hefur orðið á tónlistarneyslu landsmanna á undanförnum árum. Eftir nær stöðugan samdrátt í sölu eintaka hefur streymi á tónlist nær alveg tekið yfir og telur nú um 88% af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist. Það hlutfall er líkt því sem gerist á flestum vestrænum mörkuðum,“ segir í skýrslunni, en talin streymi á tónlistarveitum á Íslandi, streymi lags umfram 30 sekúndur, voru um 1,4 milljarðar í fyrra.

Athygli vekur að þrátt fyrir að heildarsala tónlistar hafi aukist …
Athygli vekur að þrátt fyrir að heildarsala tónlistar hafi aukist hér á landi á síðustu árum hefur bæði sala og hlutdeild innlendrar tónlistar minnkað. Hlutdeild íslenskrar tónlistar er nú aðeins 19,5% af heildarsölunni.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert