Meðvituð um að margir séu sýktir

Starfsfólk heilsugæslunnar er meðvitað um að margir í samfélaginu séu …
Starfsfólk heilsugæslunnar er meðvitað um að margir í samfélaginu séu sýktir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur grunar að það sé mikið Covid í gangi," segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, spurð um álagið á heilsugæslunni með tilliti til Covid og pesta.

Þar sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu skimar ekki lengur fyrir Covid sýkingum þarf fólk að kanna sjálft, með heimaprófum, hvort það sé sýkt, segir Ragnheiður. 

Hún segir starfsfólk heilsugæslunnar meðvitað um að margir í samfélaginu séu sýktir, en segir fólk ekki endilega vera að leita meira til heilsugæslunnar þar sem flestir finna einungis fyrir vægum einkennum. 

Aðspurð segir Ragnheiður sumarið á heilsugæslunni hafa verið rólegt miðað við fyrri sumur. „Við erum ánægð með það,“ segir hún og bætir við að starfsfólkið hafi þar af leiðandi getað tekið sitt sumarfrí og komi endurnært til baka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert