Beint: Flokksráðsfundur Vinstri grænna

Fundurinn hefst á erindum bæði formanns hreyfingarinnar, Katrínar Jakobsdóttur, og …
Fundurinn hefst á erindum bæði formanns hreyfingarinnar, Katrínar Jakobsdóttur, og varaformanns, Guðmundar Inga Guðbrandssonar. mbl.is/Margrét Þóra

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer fram á Flúðum í Hrunamannahreppi í dag og á morgun.

Fundurinn hefst á erindum bæði formanns hreyfingarinnar, Katrínar Jakobsdóttur, og varaformanns, Guðmundar Inga Guðbrandssonar.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á mbl.is.

Fjöldi ályktanna liggja fyrir fundinum sem varða allt frá veiðigjöldum og annarri auðlindapólitík, til útlendingamála, örorkumála, ferðaþjónustu, dýravelferðar og orkuframleiðslu.

Dagskrá fundarins

Málefni svæðisins verða í brennidepli með pallborði um Mat framtíðar, þar sem matvælaráðherra horfir til framtíðar með matvælaframleiðendum á svæðinu. Sá hluti fundarins er opinn öllum og er heimafólk hvatt til að mæta í félagsheimilið og taka þátt í umræðunum sem standa frá 11.00 – 12.30 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert