Eldsupptök enn óljós

Eldur kviknaði í húsi við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði 20. …
Eldur kviknaði í húsi við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði 20. ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp­tök elds­ins sem kviknaði í hús­inu við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði um síðustu helgi eru enn óljós, að sögn Helga Gunn­ars­son­ar, lög­reglu­full­trúa í Hafnar­f­irði.

Helgi seg­ir lög­reglu þurfa að ræða við eig­end­ur og íbúa húss­ins til að fá betri mynd af at­b­urðinum.

Þrett­án manns bjuggu í hús­inu, en húsið er óheim­ilt til bú­setu og er skráð sem at­vinnu­hús­næði.

Um­fangs­mik­il rann­sókn

Rann­sókn lög­reglu verður fram haldið eft­ir helgi, en hún er um­fangs­mik­il að sögn Helga.

Aðspurður seg­ir hann að eng­inn grun­ur sé um að eld­ur­inn hafi kviknað af manna­völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert