Eldsupptök enn óljós

Eldur kviknaði í húsi við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði 20. …
Eldur kviknaði í húsi við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði 20. ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upptök eldsins sem kviknaði í húsinu við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði um síðustu helgi eru enn óljós, að sögn Helga Gunnarssonar, lögreglufulltrúa í Hafnarfirði.

Helgi segir lögreglu þurfa að ræða við eigendur og íbúa hússins til að fá betri mynd af atburðinum.

Þrettán manns bjuggu í húsinu, en húsið er óheimilt til búsetu og er skráð sem atvinnuhúsnæði.

Umfangsmikil rannsókn

Rannsókn lögreglu verður fram haldið eftir helgi, en hún er umfangsmikil að sögn Helga.

Aðspurður segir hann að enginn grunur sé um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert