„Við erum ekki ein­ráð“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á flokksráðsfundi Vinstri grænna í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á flokksráðsfundi Vinstri grænna í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Stund­um finnst mér þegar við ræðum þessi mál að maður sé út­hrópaður úr báðum her­búðum, þeirra sem vilja helst eng­ar regl­ur hafa og eng­in landa­mæri og þeirra sem vilja ala á út­lend­inga­andúð og ótta við þau sem eru ekki inn­fædd hér.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Vinstri grænna, um út­lend­inga­mál­in á flokks­ráðsfundi í dag.

Benti Katrín á að út­lend­inga­mál­in hefðu borið hátt allt kjör­tíma­bilið.

„Í þess­um mála­flokki finnst mér stund­um eins og umræðan gangi út á það hver geti teygt pól­ana lengst hvorn í sína átt­ina og það er nátt­úru­lega ekki sér­lega hjálp­legt þegar um er að ræða mál­efni sem snýst um fólk og ábyrgð okk­ar á að finna sam­eig­in­lega lausn er þeim mun rík­ari.“

Titr­ing­ur í stjórn­ar­sam­starf­inu

Katrín fór um víðan völl í er­indi sínu á fund­in­um. Hún ræddi meðal ann­ars nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf og viður­kenndi að borið hefði á titr­ingi í sam­starf­inu.

„Þetta er sam­starf, við erum ekki ein­ráð. Stund­um geng­ur okk­ur ekki nægj­an­lega vel að finna sam­eig­in­leg­ar lausn­ir.“

Hún benti á að um­brota­tím­ar væru í stjórn­mál­um víða.

„Stríðið í Úkraínu skek­ur alla álf­una, áskor­an­irn­ar eru stór­ar hvort sem er á sviði um­hverf­is­mála, fólks á flótta eða því verk­efni að tryggja al­menn lífs­kjör fólks og maður finn­ur það þegar maður fylg­ist með að flest­ar rík­is­stjórn­ir álf­unn­ar eiga und­ir högg að sækja, eig­in­lega óháð sam­setn­ingu.

Þannig að það skipt­ir máli að við erum ekki ey­land í þessu frek­ar en öðru og það eru sömu straum­ar að verki hér því það er flókið að vera í rík­is­stjórn, það er flókið að finna lausn­ir, miklu flókn­ara en að segja bara sína skoðun hverju sinni.“

Frá flokksráðsfundi á Flúðum í dag.
Frá flokks­ráðsfundi á Flúðum í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Frá­bær ár­ang­ur í mörg­um mál­um

Sagði hún að fé­lag­ar í VG væru marg­ir hverj­ir ánægðir með störf flokks­ins í rík­is­stjórn, en einnig óánægðir með sumt og það sem hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir hafi verið að gera. Katrín sagði það eðli­legt.

Hún sagði það þó ekki breyta því að í mörg­um mál­um hefðu stjórn­ar­flokk­arn­ir náð frá­bær­um ár­angri og oft góðum sam­eig­in­leg­um lausn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert