Ófögur orð á regnbogagötunni: „Þetta er dapurlegt“

Búið var að mála ófögur orð á hinseginfánann sem prýðir …
Búið var að mála ófögur orð á hinseginfánann sem prýðir götuna. Ljósmynd/Óttarr Makuch

„Ég leit út um gluggann og sá að það var búið að skemma fallega regnbogann okkar sem við öll eigum,“ segir Óttarr Makuch, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, um skemmdarverk sem unnin voru á regnbogagötunni við Skólavörðustíg.

Búið var að mála ófögur orð á hinseginfánann sem prýðir götuna. Einhver hafði málað „LGBT LOSER“, sem þýða mætti sem Hinsegin aumingi“, en skilaboðin eru nokkuð óskýr.

„Það hefur einhverjum liðið illa og ákveðið að gera þetta, en það er eiginlega getraun dagsins hvað hann ætlaði að skrifa,“ segir Óttarr í samtali við mbl.is.

Regnboginn skín í gegn

„Þetta er bara dapurlegt og ég vona að viðkomandi fái þá aðstoð sem hann þurfi.

En það sem er fallegt við þetta er að regnboginn skín í gegn og þegar búið er að hreinsa hann verður þetta bara nýr, hreinn og fallegur regnbogi sem eftir stendur og skilaboðin eru farin.“

Þegar hefur verið hafist handa við að þrífa götuna.
Þegar hefur verið hafist handa við að þrífa götuna. Ljósmynd/Óttarr Makuch

Þegar hefur verið hafist handa við að þrífa götuna.

„Skilaboðin eru skýr: Það er samstaða og við erum öll eitt og fjölbreytileikinn einn. Það er það sem er fallegt við þetta,“ segir Óttarr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert