Fara fram á framlengt varðhald í skútu­málinu

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar. Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að ­gæsluv­arðhald verði framlengt yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 160 kg af hassi til lands­ins með skútu.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, við mbl.is. Varðhald var seinast framlengt þann 2. ágúst um fjór­ar vik­ur og rennur það út á morgun.

Menn­irn­ir þrír voru hand­tekn­ir þann 24. júní, tveir þeirra um borð í skút­unni fyr­ir utan Reykja­nes og sá þriðji í landi skömmu síðar. Sá elsti er fædd­ur 1970 og sá yngsti árið 2002.

160 kíló af hassi fundust í skút­unni og grunar lög­reglu að fíkni­efn­in hafi verið flutt frá Dan­mörku og áætlaður áfangastaður hafi verið Græn­land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert