Grunnskólapiltur slasaðist á Kistufelli

Ekki er um alvarlegt slys að ræða, að sögn upplýsingafulltrúa …
Ekki er um alvarlegt slys að ræða, að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Þorgeir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag þegar unglingsdrengur slasaðist á Kistufelli á Vestfjörðum.

Útkallið barst Landhelgisgæslunni á öðrum tímanum en Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi gæslunnar, segir við mbl.is að skólahópur hafi verið á ferð um fjallið þegar piltur úr hópnum slasaðist.

„Þetta var ekki bráðaútkall en í raun og veru vegna aðstæðna, þar sem erfitt var að fara landleiðina að viðkomandi, var þyrlan kölluð til,“ segir Ásgeir og bætir við að ekki sé um alvarlegt slys að ræða.

Drengurinn var síðan fluttur á Ísafjarðarflugvöll þar sem viðbragsaðilar tóku á móti honum.

Uppfært kl. 17.35: 

Fyrr í dag var greint frá því að hinn slasaði hafi verið kona en nú er komið í ljós að um sé að ræða pilt á unglingsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert