Icelandair reynir að redda sér

Flugáætlanakerfi liggur niðri í Bretlandi.
Flugáætlanakerfi liggur niðri í Bretlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórar flugferðir eru áætlaðar til Bretlands á vegum Icelandair í dag. Að sögn Guðna Sigurðssonar hjá Icelandair snýr bilunin í breska flugstjórnarkerfinu að áætlanakerfishluta flugstjórnarinnar. Er flugfélagið í viðræðum við bresk flugmálayfirvöld og vonast er til þess að allt gangi smurt fyrir sig. 

„Þetta er kerfi sem snýr að flugáætlunum og þetta hefur ekki haft áhrif á okkur enn þá. Við erum að vinna í samstarfi við yfirvöld í Bretlandi. Til vara er hægt að senda flugáætlanir handvirkt og við erum að vonast til þess að það gangi,“ segir Guðni.

Áætlaðar eru flugferðir til Heathrow, Gatwick, Manchester og Glasgow í dag.   

Uppfært 13:27 Þegar er útlit fyrir seinkunn á flugi Icelandair frá þessum fjórum flugvöllum í dag í  en unnið að því að leysa málin sem fyrst að sögn Guðna.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert