Íslensku flugvélarnar komnar heim eða á leiðinni

Tals­verðar taf­ir voru á flugi í Bretlandi vegna bil­unar í …
Tals­verðar taf­ir voru á flugi í Bretlandi vegna bil­unar í tölvu­búnaði. Samsett mynd

Allar flugvélar íslensku flugfélaganna Icelandair og Play sem sátu fastar í Bretlandi fyrr í dag eru lagðar af stað til Íslands eða hafa þegar lent á Keflavíkurflugvelli.

Tals­verðar taf­ir voru á flugi í Bretlandi í dag vegna bil­unar í tölvu­búnaði sem leiddi til þess að flugáætlana­kerfi í flug­stjórn­ar­kerfi Bret­lands lá niðri. ­Í ein­hverj­um til­fell­um hefur þurft að af­lýsa flug­ferðum vegna bil­un­ar­inn­ar, sem nú er búið að laga.

Sex flugvélar

Fjórar vélar á vegum Icelandair sem áttu að leggja af stað til Íslands festust úti á meðan verið var að gera við bilunina. Vélarnar voru á flugvöllunum í Glasgow, Manchester, Gatwick og Heathrow.

Að sögn Guðna Sigurðssonar hjá Icelanda­ir seinkaði þeim flugferðum um 45-120 mínútur.

Jafnframt voru tvær flugvélar á vegum flugfélagsins Play fastar í Bretlandi, ein í London en hin í Glasgow.

Þeirri fyrrnefndu seinkaði um klukkustund en hinni síðarnefndu um 1-2 klukkustundur, að sögn Birg­is Ol­geirs­son­ar, upplýsingafulltrúa Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert