Lögregluaðgerð í Grindavík

Lögreglan á Suðurnesjum nýtur aðstoðar sérsveitarinnar.
Lögreglan á Suðurnesjum nýtur aðstoðar sérsveitarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregluaðgerð stendur yfir fyrir utan einbýlishús í Grindavík. Hófust aðgerðir í hádeginu í dag að því er fram kemur í frétt RÚV en DV greindi fyrst frá.

Rannveig Þórisdóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við mbl.is að lögreglan á Suðurnesjum njóti aðstoðar sérsveitarinnar við aðgerðirnar.

Uppfært kl. 15.42: 

Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og mbl.is tókst heldur ekki að staðfesta hjá ríkislögreglustjóra hvort aðgerðum væri lokið í Grindavík. 

Vænta má tilkynningar um málið frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Uppfært kl. 16:38:

Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfesti við mbl.is að sérsveitarmenn hafi lokið aðgerðum við húsið, en gat ekki staðfest hvort lögreglan á Suðurnesjum hafi lokið aðgerðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka