Sérsveitin kölluð út aftur

Óskað var eftir aðstoð sérsveitarinnar í Breiðholti í kvöld, en …
Óskað var eftir aðstoð sérsveitarinnar í Breiðholti í kvöld, en sveitin kom einnig að aðgerðum í Grindavík fyrr í dag. Ljósmynd/mbl.is

Sérsveit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var aftur kölluð út í kvöld, en í þetta sinn var óskað eftir aðstoð sveitarinnar við Völvufell í Breiðholti út af einstaklingi vopnuðum eggvopni. 

Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Hún segir það hefðbundið ferli lögreglu að óska eftir aðstoð sérsveitarinnar þegar tilkynningar berast um vopnaða einstaklinga. 

Afhenti eggvopnið

Þóra segir einstaklinginn sem um ræðir hafa verið samvinnuþýðan þegar lögreglu bar að garði og segir viðkomandi ekki hafa ógnað lögreglu heldur afhent þeim eggvopnið. 

Spurð hvort aðgerðum væri lokið kvaðst Þóra ekki hafa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Uppfært kl. 19.54:

Tilkynnt var um hóp ungmenna, sem grunuð voru um vopnaburð, að því sem kemur fram í frétt Vísir.is. Að sögn Þóru áttu nokkrir ungir menn í hlut og virtust átök í uppsiglingu þegar lögregla kom á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert