Snyrtistofum án réttinda fjölgar hér á landi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Unsplash

Snyrtistofum án tilskilinna réttinda hefur farið fjölgandi á síðustu árum. Snyrtifræði er lögvernduð iðngrein og því óheimilt að starfa í faginu án þess að hafa sveins- eða meistarapróf.

„Við fáum töluvert af ábendingum, bæði frá faglærðu fólki og almennum neytendum. Við tökum því opnum örmum og gerum okkar besta til þess að koma því í réttan farveg,“ segir Rebekka Einarsdóttir, formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga (FÍS).

Standast ekki kröfur

Lítið sem ekkert eftirlit er með löggiltum iðngreinum af hálfu stjórnvalda. FÍS er þó aðili að Samtökum iðnaðarins sem rekur málin fyrir félagið, til dæmis með því að leggja fram kærur til viðkomandi stjórnvalds. Spurð hvort slíkt hafi leitt til þess að stofur hætti í rekstri segir hún:

„Einhverjir hafa hætt rekstri en hvort það sé bein tenging þar á milli get ég ekki sagt til um. En við fylgjum málum alltaf eftir og það er mjög misjafnt hvernig það fer.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert