Sölubann á Lucky Charms og Cocoa Puffs fellt úr gildi

Samkaup er nú aftur frjálst að selja Cocoa Puffs og …
Samkaup er nú aftur frjálst að selja Cocoa Puffs og Lucky Charms. Ljósmynd/Aðsend

Matvælaráðuneytið hefur fellt út gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sölubann á Lucky Charms og Cocoa Puffs.

Heilbrigðiseftirlitið lagði sölubann á Samkaup, sem hafði tekið upp innflutning á morgunkorninu eftir að heildsalan Nathan & Olsen sá sér ekki fært að flytja það inn vegna breytinga á uppskrift sem stangast á við löggjöf ESB og EES. 

Aftur til meðferðar

Samkaup kærði ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins og matvælaráðuneytið tók ákvörðun um málið í nú í ágúst. Kemst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Heilbrigðiseftirlitið hafi brotið gegn 10. grein stjórnsýslulaga er lýtur að rannsóknarreglunni.

Felur ráðuneytið Heilbrigðiseftirlitinu að taka málið aftur til meðferðar. 

Verulega íþyngjandi fyrir Samkaup

Í kær­unni Sam­kaupa kom fram að um­rædd ákvörðun hafi verið veru­lega íþyngj­andi fyr­ir kær­anda. Einnig að í slík­um til­vik­um væru gerðar meiri kröf­ur til málsmeðferðar stjórn­valds og að Heil­brigðis­eft­ir­litið gæti ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu þeirri sem á eft­ir­lit­inu hvíli.

Þá væri aðeins væri vísað til meira en árs­gam­alla yf­ir­lýs­inga frá Gener­al Mills og Nath­an & Ol­sen. Auk þess var ekki með nein­um hætti til­greint hvort og þá hvaða inni­halds­efni morgun­korns­ins Heil­brigðis­eft­ir­litið teldi ólög­mæt eða gegn hvaða regl­um hefði verið brotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert