Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að stunda sjálfsfróun við húsnæði í Reykjavík.
Í dagbók lögreglu kemur fram að sjálfsfróunin beindist ekki að neinum en atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Austurbæ, Vesturbæ, miðborg og Seltjarnarnes.
Lögregla ræddi við þann sem tilkynnti atvikið og hinn tilkynnta, en sá síðari virtist vera undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú í rannsókn.
Þá barst tilkynning um mögulegan eld í vélabúnaði í fyrirtæki í sama umdæmi.
Lítilsháttar reykur kom út úr búnaðinum og var slökkt í honum með handslökkvitæki.