„Þetta er staðan í dag“

Eldsupptök við Hvaleyrarbraut enn óljós.
Eldsupptök við Hvaleyrarbraut enn óljós. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Rann­sókn­ar­lög­regl­an hef­ur ekki upp­lýst okk­ur um upp­tök elds­ins. Um­fram það sem fjallað er um í fjöl­miðlum. Ég tel að þeir séu enn að meta stöðuna, án þess að vita það,“ seg­ir Ævar Sig­mar Hjart­ar­son, formaður hús­fé­lags­ins við Hval­eyr­ar­braut 22, í sam­tali við mbl.is

Eld­ur kom upp í iðnaðar­hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 22 í Hafnar­f­irði fyrr í mánuðinum. Upp­tök elds­ins eru enn óljós, en Helgi Gunn­ars­son, lög­reglu­full­trúi í Hafnar­f­irði, sagði í sam­tali við mbl.is á laug­ar­dag, að lög­regla þyrfti að ræða við eig­end­ur og íbúa húss­ins til að fá betri mynd af at­b­urðinum. 

Gera þetta sam­an 

Ævar seg­ir eðli­legt að lög­regla taki sinn tíma. Sjálf­ur hef­ur hann boðað til fund­ar hús­fé­lags­ins á miðviku­dag, þar sem hann hyggst fara yfir stöðuna með öðrum eig­end­um húss­ins. Hann seg­ir að enn eigi eft­ir að kanna marga vinkla á þessu máli.

„Það er ein­mitt til­efni fund­ar­ins á miðviku­dag að vera með svona sam­ráðsfund svo að fólk sé upp­lýst og geti fengið svör við ein­föld­um spurn­ing­um á staðnum,“ seg­ir Ævar. 

Nefn­ir Ævar til að mynda framtíð hús­næðis­ins og mis­mun­andi tjón eig­enda. Þá hyggst hann jafn­framt reyna að efla liðsand­ann, þétta hóp­inn hjá eig­end­um og veita upp­lýs­ing­ar um hvert það eigi að snúa sér í næstu skref­um. 

Það er betra í svona sam­fé­lagi að það séu færri sem hafa yf­ir­sýn utan um öll mál­in með upp­lýstu samþykki eig­enda, þannig að það sé ekki hver og einn í sínu horni. Við erum að reyna að gera þetta sam­an þetta er það stórt hús­næði og mikið um sig,“ seg­ir Ævar sem von­ast til þess að all­ir verði vel upp­lýst­ir að fund­in­um lokn­um. 

Upp­lýs­inga­rit til að dreifa

Aðspurður seg­ir Ævar greini­lega vanta ein­blöðung eða upp­lýs­inga­rit til að dreifa þegar stór­bruni verður. Þó hon­um finn­ist fólk í sjálfu sér ekki illa upp­lýst, þá seg­ir hann ansi margt fara af stað þegar svona at­b­urður ger­ist. 

Því myndi Ævar vilja sjá miðlæg­an gagna­grunn þar sem fólk get­ur farið á einn stað og fengið all­ar upp­lýs­ing­ar. 

„Það voru all­ir að vinna sína vinnu en þetta er stórt. Það vant­ar mikið upp á að all­ir séu vel upp­lýst­ir og ró­legri hvað það varðar. Þetta er ekki al­veg eins og maður hefði kosið að þetta gæti farið,“ seg­ir hann. 

Bruna­bóta­mat áætlað í lok sept­em­ber

Ævar seg­ir trygg­ing­ar­fé­lög­in áætla að bruna­bóta­matið, eða skýrsla frá þeim, muni liggja fyr­ir í fyrsta lagi í lok sept­em­ber. 

„Svo get­ur það dreg­ist en það er alla­vega kom­in ein­hver mynd á það.

Þetta er staðan í dag.“ seg­ir Ævar að lok­um

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert