Undir áhrifum fíkniefna í stolinni bifreið

Lögregla fékk meðal annars tilkynningu um líkamsárás og eignarspjöll.
Lögregla fékk meðal annars tilkynningu um líkamsárás og eignarspjöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði í dag. Kom þá á daginn að bifreiðin var stolin og ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna, en viðkomandi gistir nú í fangageymslu lögreglu.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einnig tilkynnt um eignarspjöll og líkamsárás í Breiðholti og er málið nú til rannsóknar. Alls voru 83 mál skráð hjá lögreglu í dag.

Afskipti af aksturslagi

Þá hafði lögregla þó nokkur afskipti af aksturslagi, þar á meðal vegna aksturs gegn rauðu umferðarljósi og notkun á farsíma við akstur.

Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um tilkynningar um ágreining milli aðila og „afbrigðilega hegðun“ en málin hafi voru afgreidd á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert