Úrkomusvæði sem hreyfist austur

„Dálítil lægð er komin nærri Reykjanesi og vindur því suðlægur í fyrstu, en snýst síðan í norðvestanátt, þegar lægðin hreyfist austur á bóginn.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en lægðinni fylgir úrkomusvæði, sem hreyfist austur með lægðinni og rofar til í kjölfarið.

Í dag má má því búast við að skýjað verði með köflum á Norðausturlandi og sums staðar verði lítilsháttar væta.

Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig, hlýjast verður syðst.

Á morgun þokast dálítill hæðarhryggur yfir landið og vindar verða því hægir og bjart verður með köflum, en smá skúrir verða á Suðausturlandi. Þá kólnar lítið eitt.

Sömuleiðis er útlit fyrir aðgerðalítið veður á miðvikudag og fimmtudag.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert