Vélar Play fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn

Breska flugáætlanakerfið liggur niðri.
Breska flugáætlanakerfið liggur niðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvær vélar frá flugfélaginu Play sitja fastar í Bretlandi sökum bilunar í breska flugstjórnarkerfinu. 

Önnur vélin er í London en hún átti að hefja sig á loft fyrir 30-40 mínútum síðan. Enginn brottfarartími liggur fyrir að sinni. Hin vélin er í Glasgow að sögn Birgis Olgeirssonar, almannatengils Play. 

Þá hafa vélar Play fengið samþykkta aðra flugleið til Amsterdam og Parísar en vanalega. Fara vélarnar ekki um breska lofthelgi og verða af þeim sökum um 30 mínútum lengur á leiðinni en venja er að sögn Birgis. 

Uppfært 13:23 Vél Play frá London er farin af stað og var því um óverulega seinkun að ræða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert