Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Stofnun Ólafs Ragnar Grímssonar og Loftslagsráð efna til upplýsingafundar um COP loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars verður rætt um mikilvægi þinganna fyrir alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og fyrir Ísland sem eitt af 197 aðildarríkjum Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Í ár verður COP28 haldið í Dubai, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem er einn mest umfjallaði atburður ársins í alþjóðlegri fjölmiðlaumræðu. Á upplýsingafundinum verður meðal annars rætt hvaða stóru mál verða í brennidepli á COP28 í Dubai komandi vetur.
Upplýsingafundurinn verður haldinn í hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands, í dag frá kl. 16:00-18:00.
Dagskrá fundarins er tvískipt, fyrst verða flutt stutt erindi en í kjölfarið verða opnar umræður. Erindi:
Fundarstjóri: