Jökulhlaup hafið í Skaftá

Talið er að hlaupið verði svipað og Skaftárhlaupið árið 2021.
Talið er að hlaupið verði svipað og Skaftárhlaupið árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlaup er hafið í Skaftá við Sveinstind. Þetta staðfestir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Stöðufundur var haldinn um hlaupið í morgun og er talið að hlaupið verði hefðbundið, svipað því sem varð árið 2021. 

„Það er líklegast að það verði ekki stærra heldur en það,“ segir hún. 

Kristín segir að hlaupið hafi enn ekki náð hámarki á mælum við Sveinstind. Um níu til tíu klukkustundum eftir það má búast við að jökulhlaupið nái hámarki við þjóðveginn.

„Það gæti því verið í kvöld eða nótt í sjálfu sér þar sem að þetta nær hámarki við veg,“ segir hún, en bætir við að það sé erfitt að segja til um það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert