Sjá loks fyrir endann á framkvæmdunum

Yngri hluti skólabyggingarinnar á Hólmavík hefur verið tekinn í gegn …
Yngri hluti skólabyggingarinnar á Hólmavík hefur verið tekinn í gegn undanfarið vegna myglu. mbl.is/Sigurður Bogi

„Auðvitað vilja allir komast inn í skólann sem fyrst en það er skilningur á stöðunni. Litlu krakkarnir eru alsælir með að vera komnir á skólalóðina,“ segir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri Strandabyggðar.

Mygla greindist í grunnskólanum á Hólmavík í nóvember á síðasta ári. Færa þurfti kennslu í annað húsnæði víða um bæinn, meðal annars í flugstöðina á staðnum.

Staðan nú í haust er orðin miklu betri að sögn Þorgeirs. Enn er kennt á tveimur óhefðbundnum stöðum; miðstig skólans er í þróunarsetrinu svokallaða þar sem fundaraðstaða sveitarfélagsins hefur verið og elstu krakkarnir fá kennslu í félagsheimilinu.

Yngstu krakkarnir voru síðasta vetur á efri hæð Sparisjóðshússins en eru nú í færanlegri kennslustofu sem komið var fyrir á körfuboltavellinum við skólann.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Horft yfir Hólmavíkurkauptún.
Horft yfir Hólmavíkurkauptún. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert