„Staðan er sú að eftirlit með því að starfað sé á grundvelli tilskilinna leyfa, þ.e. sveins- og meistarabréfa, í iðngreinum á Íslandi er lítið sem ekkert. Það er sambærileg staða í öllum iðngreinum. Einstaklingar geta stofnað fyrirtæki og veitt þjónustu án þess að hafa réttindi eða leyfi til þess.“
Þetta er mat Samtaka iðnaðarins (SI) en í umfjöllun Morgunblaðsins hefur komið fram að ólöglegum snyrtistofum hafi t.a.m. fjölgað ár frá ári.
Björg Ásta Þórðardóttir yfirlögfræðingur samtakanna segir að bæta þurfi verulega eftirlit með svartri vinnu á Íslandi. „Það er núna hjá lögreglu en því hefur nánast ekkert verið sinnt.“
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.