Upptök hlaupsins líklega í eystri katlinum

Talið er að upptökin eigi rætur sínar að rekja til …
Talið er að upptökin eigi rætur sínar að rekja til eystir ketilsins. Mynd/Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands

Gervitunglamyndir sýna að upptök Skaftárhlaupsins eru að öllum líkindum í eystri katlinum. Á þeim má sjá talsverða lækkun á öllu yfirborðsvatni í katlinum.

Jökulhlaup hófst í ánni í dag og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna þessa. 

„Á milli þessara daga hefur orðið talsverð lækkun á öllu yfirborðsvatni í eystri katlinum, á meðan heldur hefur bætt í bráðnunarpolla við vestari ketilinn. Upptök hlaupsins eru því líklega í eystri katlinum að þessu sinni,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka