Upptök hlaupsins líklega í eystri katlinum

Talið er að upptökin eigi rætur sínar að rekja til …
Talið er að upptökin eigi rætur sínar að rekja til eystir ketilsins. Mynd/Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands

Gervi­tungla­mynd­ir sýna að upp­tök Skaft­ár­hlaups­ins eru að öll­um lík­ind­um í eystri katl­in­um. Á þeim má sjá tals­verða lækk­un á öllu yf­ir­borðsvatni í katl­in­um.

Jök­ul­hlaup hófst í ánni í dag og hef­ur rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna þessa. 

„Á milli þess­ara daga hef­ur orðið tals­verð lækk­un á öllu yf­ir­borðsvatni í eystri katl­in­um, á meðan held­ur hef­ur bætt í bráðnun­ar­polla við vest­ari ketil­inn. Upp­tök hlaups­ins eru því lík­lega í eystri katl­in­um að þessu sinni,“ seg­ir í til­kynn­ingu á Face­book-síðu Rann­sókn­ar­stofu í eld­fjalla­fræði og nátt­úru­vá hjá Há­skóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert