Varðhald í skútumálinu framlengt

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluv­arðhald hefur verið fram­lengt yfir þrem­ur mönn­um sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 160 kg af hassi til lands­ins með skútu.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, sem segir við mbl.is að gæsluvarðhald hafi verið framlengt til 15. september.

Menn­irn­ir þrír hafa setið í varðhaldi í rúma tvo mánuði en þeir voru hand­tekn­ir þann 24. júní, tveir þeirra um borð í skút­unni fyr­ir utan Reykja­nes og sá þriðji í landi skömmu síðar. Sá elsti er fædd­ur 1970 og sá yngsti árið 2002.

160 kíló af hassi fund­ust í skút­unni og grun­ar lög­reglu að fíkni­efn­in hafi verið flutt frá Dan­mörku og áætlaður áfangastaður hafi verið Græn­land.

Rannsóknin er unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld í Danmörku og Grænlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka