Aflétta öllum vegalokunum vegna Skaftárhlaups

Rennsli í Skaftá við Sveinstind tók að aukast á mánudagskvöld. …
Rennsli í Skaftá við Sveinstind tók að aukast á mánudagskvöld. Ýmsum vegum var lokað í kjölfarið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Enn er þó hætta á gasmengun við Skaftá og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og almannavarna.

Þær lokanir sem um ræðir eru:

  • Landmannalaugar inn á Fjallabak-nyrðra inná F-208
  • Skaftártungnavegur (vegur 208) frá Búlandi
  • Inn á Álftavatnskrókinn á vegi F-210 inná F-233
  • Vestan við vað yfir Hólmsár gatnamót F-210 og F-232

Vísbendingar eru um að hlaupið hafi náð hámarki og tekið að draga úr rennsli. Engu að síður má búast við vatnavöxtum, ekki síst í ljósi úrkomuspár á svæðinu næstu daga. Því geta ár og lækir flætt yfir bakka sína og vegir farið undir vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert