„Blár ofurmáni“ á himni í kvöld

Blár ofurmáni á himni 31. janúar 2018. Heitið hefur ekkert …
Blár ofurmáni á himni 31. janúar 2018. Heitið hefur ekkert með lit mánans að gera. AFP

Í kvöld má sjá fullt tungl í annað sinn í þessum mánuði. Þetta er jafnframt nálægasta og því stærsta og bjartasta fulla tungl þessa árs og er því kallað „blár ofurmáni“.

Að því er fram kemur á Stjörnufræðivefnum er tími milli tveggja fullra tungla 29,5 dagar. Á 354 dögum verður tunglið því fullt tólf sinnum. Á tveggja og hálfs árs fresti eða svo verða því þrettán full tungl á sama árinu.

Þegar tvö full tungl bera upp í sama mánuði er seinna fulla tunglið stundum kallað blátt tungl, þó það hafi ekkert með lit þess að gera.

Þegar fullt tungl ber upp á sama tíma og tunglið er við jarðnánd er kallast það „ofurmáni“ í daglegu tali, en „okstaða við jarðnánd“ á fræðimáli (e. syzygy).

Búast má við báðum þessum fyrirbærum í kvöld og því má kalla tunglið bláan ofurmána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka