Lögregla hafði í nógu að snúast í dag, en meðal annar bárust tilkynningar um nokkur umferðarslys og fáklæddan mann í miðbæ Reykjavíkur.
Samkvæmt dagbók lögreglu hafði maðurinn yfirgefið svæðið þegar lögreglu bar að garði.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu eftir að ekið var á rafmagnskassa í Árbæ en ökumaður bifreiðarinnar flúði af vettvangi í kjölfarið. Ökumaður fannst síðar og var hann handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Einnig var lögregla kölluð til eftir að ökumaður missti stjórn á bifhjóli en ekki liggur fyrir hvert ástand ökumannsins er að svo stöddu. Var lögreglu einnig tilkynnt um umferðaróhapp í miðbænum en engin slys urðu á fólki og aðeins minniháttar eignartjón.