Gular viðvaranir víða um land

Vindaspá klukkan 15 á föstudag. Viðvaranir taka í gildi klukkan …
Vindaspá klukkan 15 á föstudag. Viðvaranir taka í gildi klukkan 21 þann dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á stórum hluta landsins á föstudagskvöld. 

Viðvaranir taka í gildi klukkan 21 á föstudag og standa yfir þar til klukkan 14 á laugardag. 

Viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. 

Búast má við vindhviðum frá 13 m/s og allt að 40 m/s. 

Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Þá getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert