„Þetta mál snýst um það að afurðastöðvum verði heimilað að eiga samstarf eða sameinast til að stuðla að hagræðingu í rekstri,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið.
Leitað var viðbragða hans við þeirri ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að draga til baka lagafrumvarp um breytingar á búvörulögum sem veittu afurðastöðvum tiltekna undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga.
Gunnar segir samtök bænda hvetja eindregið til þess að sameiningar og aukið samstarf afurðastöðva verði heimiluð, þannig að unnt verði að ná fram hagræðingu í greininni.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.