Landspítalinn hefur ráðið Katrínu Þórarinsdóttur sem yfirlækni gigtlækninga á Landspítala frá 1. september. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.
Katrín lauk doktorsprófi í gigtarlækningum frá Göteborgs Universitet í Svíþjóð árið 2009. Þar stundaði hún jafnframt sérnám í gigtarlækningum sem hún lauk árið 2015 en Katrín lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2006.
Auk þess að starfa á Landspítala er Katrín aðjúnkt við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og formaður fræðslustofnunar Læknafélags Íslands fyrir Læknadaga 2024 og 2025.
Katrín hefur mikla reynslu af skipulagningu og stjórnun námskeiða og hefur hlotið fjölda rannsóknarstyrkja á ferli sínum.
Hún starfaði sem kandídat og deildarlæknir við Landspítala 2006-2009 og á Sahlgrenska Universitet Sjukhuset sem sérnámslæknir 2010-2015, gigtarlæknir 2015-2022 og yfirlæknir á gigtardeild hluta af árinu 2022 þar til hún snéri aftur til starfa á Landspítala sem gigtarlæknir. Katrín gegndi nýdoktorsstöðu við Háskólann í Cambridge 2020-2022.